Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Blogg’ Category

Flug

Cessna1Ég hef lengi haft sérlega gaman að horfa á flugvélar.  Ég geri mér annað slagið ferð út á flugvöll til að horfa á þessi undur, sem geta svifið um loftn blá, knúin áfram af litlum mótor.  Þetta eru mögnuð fyrirbæri.

Eins hef ég annað slagið bitið það í mig að skella mér í einkaflugmanninn, en ekki enn stigið skrefið.  Kannski kemur að því einn daginn.

Mér líst sérlega vel á Flugskóla Geirfugls, hef verið svo heppinn að fá að kíkja þangað og faríð í flug með einum Gerifuglinum, það var hrikalega gaman.

Þetta er algjör draumur maður.

Auglýsingar

Read Full Post »

Nigel Kennedy

Nigel_KennedyÉg hlusta á nánast alla tónlist og um þessar mundir er ég afskaplega upptekinn af því að leyfa eyranu að gæða sér á fiðlusnillingnum Nigel Kennedy.

Flutningur hans á alls konar tónlist, hvort heldur sem er Vivaldi, Jim Hendrix eða Jazz, þá er það algjör vítamínsprauta fyrir mig í vinnunni.

Ég heyrði í honum fyrst í kring um 1995, heillaðist þá af kraftinum sem hann lagði í Árstíðirnar eftir Vivaldi.  Hef svo fylgst með honum síðan þá.

Hann er snillingur.

Read Full Post »

49IMG_5071Ég hef ekki fundið neina þörf til bloggskrifa í mjög langan tíma.  Ekki það að ekkert hafi gerst síðan síðast – nei, það er eitthvað annað og óskiljanlegt.

Þessi síða snérist í langan tíma um að halda til haga „afrekum“ mínum í hlaupum.  Nú er svo komið að formið og hreyfiþörfin er á svipuðum stað og 2010 þegar ég tók upp á því, feitur maðurinn, að skokka.  Til að afsaka þetta í botn þá byrjaði þetta á tognun í fót.  Þegar það var að lagast þá tók við brjósklos í baki sem að sögn lækna er „ekkert hægt að gera við“, best að láta líkamann sjá um þetta sjálfan.   Þrátt fyrir ýmiskonar teygjur og tog hefur lítið gerst, ég er enn með verki en þeir eru ekki jafn slæmir og fyrir ári eða svo. En við þetta allt fór hausinn í fýlu og ég með.

En annars en nú bara allt gott að frétta.  Við skruppum í smá frí til Roquetas de Mar í Almeríu, dásamlegur staður, hiti, sól, sjór og sandur. Fórum þangaði í fyrra líka.

Svo höfum við verið að spá í hvenær við ættum að taka meira sumarfrí, en ekki ákveðið neitt.  Okkur dettur eitthvað sniðugt í hug.

Sem sagt allt gott að frétta fyrri utan þetta bakves.

Jú, svo er rétt að halda því til haga að nýr forseti tekur við keflinu í dag.  Guðni Th Jóhannesson verður settur í embætti seinnipartinn í dag.  Það er alveg tilefni til að skunda á Austurvöll hrópa húrra fyrir honum.

Read Full Post »

Draumalandið

draumalandidÉg held að við ættum að draga Draumalandið hans Andra Snæs og lesa það … aftur.

Síðan væri ráð að lesa það aftur og aftur og aftur.

Okkur veitir ekki af.

Read Full Post »

Smá fokk

Human backBakið örlítið betra.  Langar samt til að væla annað slagið.

Þetta er fokk.

 

Read Full Post »

Tíundi janúar 2016

IMG_4901Það er janúar.  Ég er handónýtur í bakinu, það gaf sig fyrir viku síðan.  Bömmer.

Fátt annað að gera en láta sig dreyma um sumar, sól og sand.

Og hita.

Read Full Post »

Enn eitt nýtt ár

Gleðileg ár og takk fyrir þau gömlu.  Ég stefni á að vera duglegri við bloggskrif á nýju ári.

Æði.

Read Full Post »

Older Posts »

%d bloggurum líkar þetta: